
Heitur reitur til nýsköpunar
Jarðhitagarður Orku náttúrunnar stendur á rúmlega 100 hektara svæði við Hellisheiðarvirkjun. Í þessum græna iðngarði höfum við byggt upp samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar. Í Jarðhitagarðinum nýta þessi fyrirtæki auðlindir svæðisins á ábyrgan og ábatasaman hátt og er sú uppbygging enn í fullum gangi.

Sjálfbær framtíð með endurnýjanlegri orku
Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð með aðgengi að endurnýjanlegri orku beint frá Hellisheiðarvirkjun, stærstu jarðvarmavirkjun í Evrópu. Auk aðgengis að raforku og varmaorku er í Jarðhitagarði aðgengi að landi og vatnsauðlindum sem nýttar eru með hringrásarhugsun að leiðarljósi.
Aðstaða og auðlindirFréttir og greinar
Umfjöllun um Jarðhitagarð í Sublime
Í vikunni birtist greinin „Iceland‘s New Wave of Innovation“ í tímaritinu Sublime þar sem blaðamaðurinn Charlie Strand skrifaði um Jarðhitagarð og Orku náttúrunnar. Þar er fjallað um hvernig ON hefur tekist að sameina orkuframleiðslu, nýsköpun og hringrásarhugsun í Jarðhitagarðinum. Þar kemur einnig fram að ON nýtir jarðhita til framleiðslu rafmagns og heits vatns og að…Lesa meiraVON í Jarðhitagarði
Vetnisstöðin VON, er staðsett í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar og hefur hún frá árinu 2020 framleitt vetni sem nýtt er í samgöngur. VON framleiðir vetni með rafgreiningu vatns og nýtir til þess raforku frá Hellisheiðarvirkjun sem leidd er í gegnum vatn sem fengið er úr nálægu svæði. Úr þessu ferli verður til vetni og súrefni. Vetnið…Lesa meira
Vertu með í Jarðhitagarði
Við bjóðum velkomin í samfélag Jarðhitagarðsins sjálfbærnimiðuð fyrirtæki, sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni sem starfa til dæmis við orkuframleiðslu og orkunýtingu, landbúnað, þörungaeldi, líftækni, ferðaþjónustu, vistvæna efnisframeiðslu og þau sem leggja áherslu á heilsu og vellíðan.