
Heitur reitur til nýsköpunar
Jarðhitagarður Orku náttúrunnar stendur á rúmlega 100 hektara svæði við Hellisheiðarvirkjun. Í þessum græna iðngarði höfum við byggt upp samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar. Í Jarðhitagarðinum nýta þessi fyrirtæki auðlindir svæðisins á ábyrgan og ábatasaman hátt og er sú uppbygging enn í fullum gangi.

Sjálfbær framtíð með endurnýjanlegri orku
Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð með aðgengi að endurnýjanlegri orku beint frá Hellisheiðarvirkjun, stærstu jarðvarmavirkjun í Evrópu. Auk aðgengis að raforku og varmaorku er í Jarðhitagarði aðgengi að landi og vatnsauðlindum sem nýttar eru með hringrásarhugsun að leiðarljósi.
Aðstaða og auðlindirFréttir og greinar


Jarðhitagarður ON vekur athygli sem frumkvöðull í sjálfbærni
Fjallað var um Orku náttúrunnar og Jarðhitagarð ON í nýjasta tölublaði bæði Sustainability Magazine og Energy Digital í grein eftir Steven Downes sem fjallar um Ísland sem land elds, íss og loftslagsnýsköpunar. Greinin rataði á forsíðu Energy Digital en í henni er áhersla lögð á það leiðandi hlutverk sem Orka náttúrunnar gegnir í sjálfbærri orkuframleiðslu…Lesa meira
ON og LBHÍ undirrita viljayfirlýsingu um samstarf
Orka náttúrunnar og Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar. Markmiðið er að styrkja samvinnu í þágu sjálfbærrar auðlindanýtingar, umhverfisverndar og orkuskipta. Samstarfið tekur bæði til þróunar sameiginlegra verkefna og gagnkvæms stuðnings í verkefnum hvors aðila fyrir sig. Með þessu eru stigin mikilvæg skref til að efla rannsóknir og…Lesa meira
Vertu með í Jarðhitagarði
Við bjóðum velkomin í samfélag Jarðhitagarðsins sjálfbærnimiðuð fyrirtæki, sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni sem starfa til dæmis við orkuframleiðslu og orkunýtingu, landbúnað, þörungaeldi, líftækni, ferðaþjónustu, vistvæna efnisframeiðslu og þau sem leggja áherslu á heilsu og vellíðan.

