
Landsvæði til leigu

Aðgangur að grænni orku

Ábyrg nýting auðlinda
Í Jarðhitagarði byggist upp fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar ON á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti.
Fyrirtækin í Jarðhitagarði njóta góðs af eftirfarandi auðlindum:
-
Land: Lóðir af mismunandi stærðum 2 til 70 hektarar.
-
Rafmagn: Endurnýjanleg orka beint frá Hellisheiðarvirkjun.
-
Jarðhitagufa: Jarðhitagufa beint frá Hellisheiðarvirkjun.
-
Jarðhitavatn: Aðgangur að jarðhitavatni á bilinu 50°C til 170°C, hentugt fyrir fjölbreytta notkun.
-
Kalt vatn: Kalt vatn, 5°C-25°C, vatn við 5°C er óspillt og tilbúið til neyslu.
-
Heitt vatn: Hitaveituvatn til húshitunar
-
Gastegundir og steinefni: Möguleiki á nýtingu aukaafurða svo sem CO2, H2S, og kísil.
-
Aukaafurðir og úrgangur: Endurvinnslumöguleikar fyrir lífrænan úrgang, vatn og annað sem fellur til frá öðrum fyrirtækjum í Jarðhitagarði.
- Aðstaða í nýsköpunarkjarna: Aðstaða fyrir nýsköpunarverkefni og aðgengi að auðlindum til rannsókna og þróunar.

Lausar lóðir
Vertu með í Jarðhitagarði
Við bjóðum velkomin í samfélag Jarðhitagarðsins sjálfbærnimiðuð fyrirtæki, sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni sem starfa til dæmis við orkuframleiðslu og orkunýtingu, landbúnað, þörungaeldi, líftækni, ferðaþjónustu, vistvæna efnisframeiðslu og þau sem leggja áherslu á heilsu og vellíðan.