Skip to main content
Skip to footer
Fréttir og greinar
Nýsköpunarfundur Samorku, Hugvit – hringrás – árangur, var haldinn 6. nóvember, þar sem fjallað var um fjölbreytt og spennandi nýsköpunarverkefni í geiranum. Fundurinn sýndi glöggt að mikil gróska er í nýsköpun í orku- og veitustarfsemi. Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar, flutti erindi um nýsköpun hjá ON og áform um Glóð, fyrirhugaða miðstöð nýsköpunar…Lesa meira
Climeworks og VAXA Technologies eru tvö framúrskarandi fyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa vaxið innan Jarðhitagarðs ON. Bæði kolefnisföngunarverksmiðja Climeworks og hátæknigróðurhús VAXA byrjuðu sem tilraunarverkefni í gömlu Tæknigörðum, aðstaða sem var við Hellisheiðarvirkjun þar sem frumkvöðlar fengu tækifæri til að þróa hugmyndir og framkvæma tilraunir með jarðvarmatengdum auðlindum. Í dag eru bæði fyrirtækin…Lesa meira
Töluverðar framkvæmdir hafa verið í gangi nærri Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar að undanförnu en unnið er að því að færa læk sem þar rennur á betri stað. Í gegnum tíðina hefur náttúrlegum farvegi lækjarins verið breytt og vegna mannvirkja hefur vatnið ekki komist eðlilegar leiðir í gegnum svæðið og safnast því fyrir og veldur flóðum í…Lesa meira
Orka náttúrunnar og Íslenski sjávarklasinn hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði nýsköpunar sem tengist sjálfbærri auðlindanýtingu, umhverfisvernd og orkuskiptum. Með samstarfinu vilja aðilarnir efla tengsl milli Glóðar og bláa hagkerfisins, deila þekkingu og skapa vettvang fyrir þróun nýrra verkefna sem stuðla að sjálfbærni og nýsköpun. Orka náttúrunnar rekur Jarðhitagarð við Hellisheiðarvirkjun, grænan iðngarð þar…Lesa meira
Fjallað var um Orku náttúrunnar og Jarðhitagarð ON í nýjasta tölublaði bæði Sustainability Magazine og Energy Digital í grein eftir Steven Downes sem fjallar um Ísland sem land elds, íss og loftslagsnýsköpunar. Greinin rataði á forsíðu Energy Digital en í henni er áhersla lögð á það leiðandi hlutverk sem Orka náttúrunnar gegnir í sjálfbærri orkuframleiðslu…Lesa meira
Orka náttúrunnar og Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar. Markmiðið er að styrkja samvinnu í þágu sjálfbærrar auðlindanýtingar, umhverfisverndar og orkuskipta. Samstarfið tekur bæði til þróunar sameiginlegra verkefna og gagnkvæms stuðnings í verkefnum hvors aðila fyrir sig. Með þessu eru stigin mikilvæg skref til að efla rannsóknir og…Lesa meira
Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON, kom nýlega fram í þáttaröðinni Travel Redefined: Tourism for People and Planet, sem er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Global Sustainable Tourism Council og Content With Purpose. Í þættinum er fjallað um það hvernig jarðhitinn er ekki aðeins uppspretta orku heldur hefur hann orðið lykill að velferð samfélagsins og hagkerfisins m.a. sjálfbærri…Lesa meira
Ný miðstöð nýsköpunar, samstarfs og þekkingarmiðlunar sem mun rísa í hjarta Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun fær nafnið Glóð. Haldin var samkeppni um nafn hússins og voru úrslit keppninnar gerð opinber við hátíðlega athöfn í Hellisheiðarvirkjun á miðvikudag. Yfir 1300 tillögur að nafni bárust og endurspegluðu mörg nafnanna kjarnann sem nýtt húsnæði mun byggja á;…Lesa meira
Í vikunni birtist greinin „Iceland‘s New Wave of Innovation“ í tímaritinu Sublime þar sem blaðamaðurinn Charlie Strand skrifaði um Jarðhitagarð og Orku náttúrunnar. Þar er fjallað um hvernig ON hefur tekist að sameina orkuframleiðslu, nýsköpun og hringrásarhugsun í Jarðhitagarðinum. Þar kemur einnig fram að ON nýtir jarðhita til framleiðslu rafmagns og heits vatns og að…Lesa meira
Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar, skrifaði á dögunum grein sem birtist á Vísi undir heitinu Framtíðin fær húsnæði. Þar greinir hún frá því hvernig ON undirbýr nú opnun nýrrar miðstöðvar nýsköpunar í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun – miðstöð sem verður hjarta nýsköpunar, tengslamyndunar og þekkingarmiðlunar á sviði jarðvarma og sjálfbærni. Miðstöðin mun bjóða upp…Lesa meira