GLÓÐ

Glóð – fyrirhuguð miðstöð nýsköpunar 

Glóð verður miðpunktur nýsköpunar, rannsókna og samstarfs í Jarðhitagarðinum. Þar tengjast frumkvöðlar, sprotafyrirtæki  háskólasamfélagið beint við auðlindir Hellisheiðarvirkjunar, stærstu jarðvarmavirkjunar Evrópu og skapa lausnir sem móta sjálfbæra framtíð.

Umhverfi sem styður við vöxt

Fyrirtæki í Jarðhitagarði hafa sýnt hvernig hægt er að vaxa og dafna á svæðinu. 

  • VAXA Technologies, sem hóf starfsemi með tilraunir í skotti á bíl, er í dag leiðandi í sjálfbærri örþörungarækt.

  • Climeworks byrjaði með litla kolefnisföngunareiningu og rekur nú stærstu lofthreinsistöð heimsins.

  • Glóð mun styrkja þetta vaxtarumhverfi enn frekar, gera aðilum kleift að hefja vegferð sína fyrr og veita þeim aðstöðu og samfélag til að vaxa og dafna.

Lestu vaxtarsögur VAXA Technologies og Climeworks 

Einstök aðstaða á heimsvísu, hönnuð fyrir sveigjanleika og tengslamyndun

Aðstaðan mun bjóða upp á:

  • Aðalbyggingu

  • Rannsóknarstofu með grunntækjum

  • Sveigjanlegar skrifstofur og fundarherbergi

  • Sameiginleg vinnurými og kaffiaðstöðu sem hvetja til tengsla og samvinnu

  • Örlóðir með aðgengi að jarðvarmatengdum auðlindum

Frumhönnun liggur fyrir og stefnt er að uppbyggingu í tveimur áföngum: fyrst innviðir og örlóðir og síðan aðalbyggingin.

Blásum lífi í Glóðina

Við erum ekki bara að byggja hús – við erum að skapa samfélag.

Markmiðið með Glóð er að skapa öflugan vettvang þar sem nýsköpun, rannsóknir og samstarf dafna. Nú þegar hafa verið undirritaðar viljayfirlýsingar við öfluga aðila um þekkingarmiðlun og þróun sameiginlegra verkefna sem mikilvægt skref í því að byggja upp þetta samfélag.

Glóð – vettvangur nýsköpunar og samvinnu

Með áframhaldandi uppbyggingu Glóðar í samstarfi við háskóla, nýsköpunar- og þekkingarumhverfið leggjum við grunn að blómlegu og sjálfbæru nýsköpunarsamfélagi.


Viltu tendra Glóð?

Hafðu samband og taktu þátt í að móta þetta einstaka samfélag nýsköpunar og sjálfbærni.


Hafa samband

Nýjustu fréttir af Glóð

Vertu með í Jarðhitagarði

Við bjóðum velkomin í samfélag Jarðhitagarðsins sjálfbærnimiðuð fyrirtæki, sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni sem starfa til dæmis við orkuframleiðslu og orkunýtingu, landbúnað, þörungaeldi, líftækni, ferðaþjónustu, vistvæna efnisframeiðslu og þau sem leggja áherslu á heilsu og vellíðan.