
Heitur reitur til nýsköpunar
Jarðhitagarður Orku náttúrunnar stendur á rúmlega 100 hektara svæði við Hellisheiðarvirkjun. Í þessum græna iðngarði höfum við byggt upp samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar. Í Jarðhitagarðinum nýta þessi fyrirtæki auðlindir svæðisins á ábyrgan og ábatasaman hátt og er sú uppbygging enn í fullum gangi.

Sjálfbær framtíð með endurnýjanlegri orku
Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð með aðgengi að endurnýjanlegri orku beint frá Hellisheiðarvirkjun, stærstu jarðvarmavirkjun í Evrópu. Auk aðgengis að raforku og varmaorku er í Jarðhitagarði aðgengi að landi og vatnsauðlindum sem nýttar eru með hringrásarhugsun að leiðarljósi.
Aðstaða og auðlindirFréttir og greinar
Nýtt baðlón eitt af verkefnum innan Jarðhitagarðs ON
Áformað er að nýtt baðlón opni innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar innan fárra ára en unnið hefur verið að þróun þess að undanförnu.Lesa meiraStærsta lofthreinsistöð heims í Jarðhitagarði ON
Stærsta lofthreinsistöð heims hefur hafið starfsemi í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Svissneska fyrirtækið Climeworks á stöðina sem heitir Mammoth og mun hún geta fangað allt að 36 þúsund tonn af koldíoxíði (CO2) á áriLesa meira
Vertu með í Jarðhitagarði
Við bjóðum velkomin í samfélag Jarðhitagarðsins sjálfbærnimiðuð fyrirtæki, sprotafyrirtæki og nýsköpunarverkefni sem starfa til dæmis við orkuframleiðslu og orkunýtingu, landbúnað, þörungaeldi, líftækni, ferðaþjónustu, vistvæna efnisframeiðslu og þau sem leggja áherslu á heilsu og vellíðan.