Nú geta þau sem gátu ekki verið viðstödd ráðstefnu Orku náttúrunnar um Jarðhitagarð, „Orka, auðlindir og nýsköpun“ sem haldin var í Grósku í september hlustað á erindin sem þar voru flutt.
Ráðstefnan hófst með opnunarerindi frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hlusta má á hér.
Hér er hægt að hlusta á viðskiptaþróunarstjóra Jarðhitagarðs, Helgu Kristínu Jóhannsdóttur, segja frá tækifærunum sem felast í Jarðhitagarðinum.
Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technology og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, sögðu sögur sinna fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að hafa vaxið gríðarlega frá því þau fyrst tóku til starfa í Jarðhitagarðinum. Hér er erindi Kristins og hér er erindi Söru Lindar.
Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum hjá Orkuveitunni útskýrði hringrásina á heiðinni, hér má hlusta á erindi Snorra.
Hér má svo horfa á ráðstefnuna í heild.