Helga Kristín Jóhannsdóttir, deildarstjóri Jarðhitagarðs ON Power, var nýlega gestur í hlaðvarpsþættinum Core Knowledge, þar sem hún ræddi við þáttarstjórnandann Nick Sestari um hvernig Jarðhitagarðurinn á Hellisheiði er að skapa einstakt dæmi um hringrásarhagkerfi í framkvæmd.
Í þættinum fjalla þau um hvernig fyrirtæki í Jarðhitagarðinum nýta jarðhitann og afurðir hans á skilvirkan og sjálfbæran hátt, draga úr sóun og mynda samverkandi vistkerfi þar sem orka og auðlindir nýtast til fulls. Nick bendir á að tilraunaverkefnið á Hellisheiði sé eitt það áhugaverðasta sem nú sé í gangi á heimsvísu þegar kemur að hringrásarhugmyndum og sjálfbærri þróun innan orkugeirans.
Helga Kristín ræðir einnig hvernig þessi nálgun — þar sem jarðvarmi, nýsköpun og samstarf fyrirtækja mætast — geti orðið fyrirmynd fyrir önnur lönd og iðnaðarsvæði sem vilja þróa sjálfbærari lausnir og byggja upp vistkerfi sem nýtir auðlindir á ábyrgari hátt.
Viðtalið má nálgast í heild sinni í hlaðvarpinu Core Knowledge.




