Orka náttúrunnar reisir nýtt hús innan Jarðhitagarðs við Hellisheiðarvirkjun undir nýsköpun, samstarf og þekkingarmiðlun. Í þessu húsi munu sprotafyrirtæki, frumkvöðlar og vísindafólk vinna saman að sjálfbærum lausnum framtíðarinnar.
Við leitum að nafni sem fangar anda hússins – framsækni, sjálfbærni og samvinnu og stendur nú yfir nafnasamkeppni sem öll geta tekið þátt í.
Í Jarðhitagarði hafa fyrirtæki aðgang að jarðhitaauðlindum, endurnýjanlegri orku og landi til uppbyggingar. Þar hefur skapast öflugt samfélag framsækinna fyrirtækja sem leggja áherslu á sjálfbærni, hringrásarhugsun og nýtingu auðlinda á ábyrgan hátt.
Verðlaun fyrir sigurtillögu í nafnasamkeppni:
- Gjafabréf fyrir tvo – ein nótt á ION Adventure hótelinu á Nesjavöllum
- Eitt par af ON Cloud skóm
- Tvo miða á Jarðhitasýningu ON í Hellisheiðarvirkjun
- Tvo miða í ON hlaupið á Hengilsvæðinu – 10. júlí
Dómnefnd nafnasamkeppninnar skipa:
- Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups
- Silja Bára R. Ómarsdóttir, tilvonandi rektor Háskóla Íslands
- Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans
- Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON
Skilafrestur er til 1. júní!



