Skip to main content
Skip to footer
Fréttir og greinar
Orka náttúrunnar reisir nýtt hús innan Jarðhitagarðs við Hellisheiðarvirkjun undir nýsköpun, samstarf og þekkingarmiðlun. Í þessu húsi munu sprotafyrirtæki, frumkvöðlar og vísindafólk vinna saman að sjálfbærum lausnum framtíðarinnar. Við leitum að nafni sem fangar anda hússins – framsækni, sjálfbærni og samvinnu og stendur nú yfir nafnasamkeppni sem öll geta tekið þátt í. Í Jarðhitagarði hafa…Lesa meira
Orka náttúrunnar og Carbfix héldu á dögunum vel heppnaðan viðburð á Jarðhitasýningunni í Hellisheiðarvirkjun í tilefni HönnunarMars. Þar stýrði Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON, fróðlegri og áhugaverðum pallborðsumræðum þar sem fjallað var um hvernig arkitektúr, landslagsgerð og verkfræði geta unnið saman að því að skapa sjálfbærari lausnir. Í pallborðsumræðunum var lögð sérstök áhersla á…Lesa meira
Vetnisstöðin VON, er staðsett í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar og hefur hún frá árinu 2020 framleitt vetni sem nýtt er í samgöngur. VON framleiðir vetni með rafgreiningu vatns og nýtir til þess raforku frá Hellisheiðarvirkjun sem leidd er í gegnum vatn sem fengið er úr nálægu svæði. Úr þessu ferli verður til vetni og súrefni. Vetnið…Lesa meira
Verkefni um uppbyggingu rannsóknaaðstöðu fyrir jarðvarmarannsóknir sem hýst verður í Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðs ON hlaut nýverið 65 milljóna króna styrk úr Samstarfssjóði háskólanna. Samstarfsaðilar verkefnisins eru m.a. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orka náttúrunnar. Markmið verkefnisins er að skapa aðstöðu fyrir nýsköpun og þróun á sviði jarðvarma í Jarðhitagarði þar sem hægt verður að prófa…Lesa meira
Nú geta þau sem gátu ekki verið viðstödd ráðstefnu Orku náttúrunnar um Jarðhitagarð, „Orka, auðlindir og nýsköpun“ sem haldin var í Grósku í september hlustað á erindin sem þar voru flutt.Lesa meira
Áformað er að nýtt baðlón opni innan Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar innan fárra ára en unnið hefur verið að þróun þess að undanförnu.Lesa meira
Ráðstefna um Jarðhitagarð Orku náttúrunnar „Orka, auðlindir og nýsköpun“ sem haldin var í Grósku í vikunni var afar vel heppnuð. Þar sagði viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs, Helga Kristín Jóhannsdóttir, frá tækifærunum sem felast í Jarðhitagarðinum og frá nýju baðlóni sem fyrirhugað er að verði þar staðsett. Fulltrúar tveggja samstarfsfyrirtækja okkar í garðinum, Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technology…Lesa meira
Orka náttúrunnar heldur spennandi ráðstefnu um Jarðhitagarðinn á Hellisheiði miðvikudaginn 18. september kl. 8:30-10:30 í Grósku. Í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði er einstakt samfélag framsækinna fyrirtækja sem skapa verðmæti með ábyrgri nýtingu auðlinda á svæðinu. Framundan eru næstu skref inn í framtíðina, áframhaldandi vöxtur og efling nýsköpunar, með sjálfbærni og hringrásarhugsun að leiðarljósi. Við bjóðum…Lesa meira
Helga Kristín Jóhannsdóttir, deildarstjóri Jarðhitagarðs ON Power, var nýlega gestur í hlaðvarpsþættinum Core Knowledge, þar sem hún ræddi við þáttarstjórnandann Nick Sestari um hvernig Jarðhitagarðurinn á Hellisheiði er að skapa einstakt dæmi um hringrásarhagkerfi í framkvæmd. Í þættinum fjalla þau um hvernig fyrirtæki í Jarðhitagarðinum nýta jarðhitann og afurðir hans á skilvirkan og sjálfbæran hátt,…Lesa meira
Stærsta lofthreinsistöð heims hefur hafið starfsemi í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði. Svissneska fyrirtækið Climeworks á stöðina sem heitir Mammoth og mun hún geta fangað allt að 36 þúsund tonn af koldíoxíði (CO2) á áriLesa meira